Það hafa margir velt fyrir sér hver tilgangurinn sé með bloggsíðum. Beisiklí er enginn tilgangur með þeim, nema sá að virðast vera kúl og hipp, að passa inn í þetta þjóðfélag okkar.
Maður er ekki maður með mönnum nema maður eigi bloggsíður, helst tvær. En hver er tilgangurinn með þeim? Að fylgjast með fjarlægum ættingjum og vinum? Nei, ég held ekki, það er til sími og póstþjónusta. Notið það, það er löngu búið að sanna sig, svo getur maður aldrei verið viss um hver skrifar á þessar síður.

Tveir þriðju af bloggurum landsins tala um djammið og fyllirí helgarinnar, einn þriðji eyðir tímanum í að væla yfir lífi sínu og því sem þeim finnst rangt í þjóðfélaginu. Það væri miklu áhrifameira fyrir það fólk að senda inn lesendabréf í moggann.
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.