Vinsælt er hjá sumum að hafa svona spjallborð eða tagboard þar sem vinir geta spjallað saman og skilað inn beinum skilaboðum. Svolítið líkt http://www.haloscan.com/ commentakerfinu en bara spjallborð óháð síðasta bloggi höfundars.

Ég notaði undanfarið http://www.myshoutbox.com/ en er hætt með það núna, bara einfaldlega passar ekki inn í núverandi bloggútlit mitt.

Hægt að velja um marga liti og broskalla, getur aðlagað stærðina og svo er svona bad-word filter. Eða þ.e.a.s. þú getur látið bannað orð sem þér líkar ekki við og þá getur viðkomandi ekki skrifað þau inn á spjallborðið.
Þetta er þýsk síða en bara ýtið á breska fánan og á fáið þið upp ensku útgáfuna. Bara fara eftir leiðbeiningum.

Og bara svona, þá fellur þetta spjallborð mjög sjaldan niður! Þ.e. Virkni þess.


Kveðja,
cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)