jæja, núna þarf ég að kvarta við ykkur notendur góðir.

Undanfarið hefur verið mikið um myndir sem eru með litlum sem engum uppl. um bílinn né vélina ásamt því að fólk er alveg búið að steingleyma að fela númerin á íslensku myndumun sem eru sendar hér inn.
Mér finst fátt leiðinlegra en að hafna annars góðum myndum útaf einhverjum svona smáatriðum, svo ég vil biðja ykkur öll um að taka ykkur á í þessum málum svo við stjórnendur þurfum ekki að hafna eins mörgum myndum.

Svo, ég vil biðja ykkur um að vera ekkert að senda inn mynd ef nennið ekki að fela númerið eða skrifa smá spec. sem hægt er að c/p af t.d.
www.fast-autos.net

eða öðrum álíka síðum.


Svo, takið ykkur saman í andlitinu í sambandi við þetta svo við getum lækkað fjöldann á höfnuðum myndum og fengið tölur á þeim samþyktu upp.

Kv. Sticky
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*