Jæja, farið að líða að þessari bílasýningu og þeir sem nenna að eltast við þetta landshorna á milli eiga mikla skemmtun í væntum.
Ég vildi svona nefna við þá notendur sem hafa hugsað sér að kíkja á bílasýninguna í höllini um helgina og/eða fara til Akureyrar um þarnæstu helgi að hafa með sér myndavél. Orðið allt of sjaldgæft að góðar bílasýningar séu haldnar og enn sjaldgæfara að einhver sendi inn myndir frá svoleiðis atburðum.

Ef mikið framboð verður af myndum þá gætum við jafnvel farið í þær hugleiðingar að stoppa innsendar myndir og samþykkja eingöngu myndir af bílasýningunum í stuttan tíma. Við sjáum nú samt til með það og ef það verður, fylgist þá með tilkynningum.