Nú hefur lítið verið sent inn að undanförnu af myndum og þykir mér það svo sem ekki sérlega skrítið þar sem páskafrí er að klára og prófin að taka við í flestum skólum landsins. Því vil ég benda notendum svona pent á það að endilega senda inn myndir inn á áhugamálið og vinsamlegast hafa góðan og áhugaverðann texta með, því það er orðið ábótavant hér.
Ég bið nú ekki um heila ritgerð með hverri innsendri mynd heldur aðeins svona meira en nafn bílsins, t.d hröðun, hámarkshraða og hestaflatölu. Núna undanfarið hef ég hafnað grimmt af myndum með lélegum eða engum texta svo þið megið búast við því að ef ég hafni mynd frá ykkur án athugasemdar þá vitið þið að textanum er ábótavant.

Með fyrirfram þökk:

Aiwa.

P.S Svo vantar líka alltaf greinar :)