Ég hef ekki hugmynd um tegund þessa bíls, en myndina tók vinur minn af þessum snilldarlega vörubíl sem þáverandi vinnuveitandi hans átti. Bíllinn gengur (eða gekk) af einhverjum ástæðum undir nafninu Porno Dog.
Myndin er tekin 6. nóv. 2005 og er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Þetta var upprunalega Volga GAZ-21 (sá efri) en hefur verið breytt töluvert, helst ber að nefna V12 vélina úr BMW 850CSi, einnig er allt drifkerfið og fjöðrun og innrétting fengin frá bimmanum.
Þetta er allaveg einn flottasti rússneski bíll sem ég hef séð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..