Já mér fanst þetta svo Flottur litur að ég ákvað að senda þessa mynd inn þetta er af landsmóti fornbíla í júní. Svo er cadillack við hliðin á Fékk þessa mynd af www.bilavefur.net
Allir bílar þurfa sína ást og nú er komið að því að minn fái sína. Er að rífa allt í sundur. Ætla að skipta um heddpakkningu, pústpakkningu, intake pakkningu, olíusíu, bensínsíu, tímareimar, viftureimar svo fátt eitt sé nefnt. Svo ætla ég að þrífa vélarsalinn og reyna að mála þetta eitthvað og gera kúl.
Ákvað að koma með ágætist mynd hingað, þetta mun vera Ford Hotrod nokkuð kraftmikill og slatta yfir 300 hp að mig minnir, en ég er ekki handviss um árgerðina en að ég held var þessi bíll fyrst settur á götuna 1929, síðan þá haldið við, árið 2001 var búið að gera mest allt við þennan bíl sem hægt var að gera en þá kom eldri maður og keypti þennan fallega grip, og fannst hann geta breytt honum eitthvað, og það gerði hann. Þegar hann byrjaði skipti hann um vél, og að ég held vélin eitthvað yfir 400 hp núna ef ekki meira, og síðar skipti hann um græjur og allt sem tengist þeim í bílnum. En ég tel þetta komið nóg í bili, Engin skítköst takk fyrir.