Nýjasta Ladan, kom á markaðinn í ár.Minns vill Lödu umboð :'(
Flott mynd af kvartmílukeppninni sem haldin var 02.09.
Jæja ákvað að senda aðra mynd sem sýnir bílinn ögn betur þar sem svo margir benzeigendur eru hér á áhugamálinu.
Þetta er djásnið á heimilinu. 1986 Mercedes-Benz SE 500. 8 Strokka kvikindi sem er að skila rúmum 200hp þessa stundina en nú í haust erum við að fara að taka allt kram í gegn og bara complete body makeover. Einnig verðum við að skella felgum undir gripinn og kannski aðeins meira low profile dekk og þá ætti þessi bíll ekki að fara fram hjá ykkur á götunum (heldur neglandi fram úr ykkur :p)… Anyways, sendi inn mynd þegar bíllinn er kominn í sitt upprunalega horf aftur…
w123 bíllinn sem pabbi á, E200(? minni það allavega ?) Allt heilt á honum, ekki eitt slit, varla rispa á honum. Einnig er hann annar eigandi bílsins frá upphafi, keyrður rúma 60000km, ALLT í bílnum orginal og hefur hann aldrei verið sentur í viðgerð/sprautun eða neitt því lýkt. Myndin er tekin á bílasýningu BA í sumar, en ég stal henni af www.stjarna.is þar sem ég á engar myndir af bílnum sjálfur í tölvunni.