Nýtt og hressandi Sú þróun sem er að verða á bílamarkaði í dag finnst mér vera ákaflega þreytandi og leiðinleg. Spurningin er sú sama hjá öllum; hvernig kemst ég lengra á minna magni af eldsneyti og hvaða eldsneytisgjafa eigum við að prófa núna?

Það er samt alveg merkilegt hvað margir “super cars” framleiðendur hafa náð langt með hybrid tækninni, sama hvort á við um gas, rafmagn, vetni eða annann orkugjafa. Enn er þó langt í land með að geta sett þessa orkugjafa í framleiðsluferli, enda er alltaf sami galli við það allt saman. Plássfrekt, dýrt og fer ekki nógu langt á einni hleðslu.

Engu að síður í þessari hybrid bílamenningu sem búið er að skapa í heiminum í dag er villtara útlit. Hér er einn concept bíll frá BMW sem ég veit svosem ekki meiri deili af, útlitslega séð. Talað er þó um það að árið 2013 eigi að vera á milli 5-10 þúsund svona bílar framleiddir. Gott eða slæmt? Endilega sköpum smá umræðu.