Benz 190E Jæja, Þá lét ég loksins verða afþví.

Ég fjárfesti í mínum fyrsta benz og bíl.

Bíllinn er af gerðinni 190E 92' og er með 2L bensínvél sem var einhver 130hross úr verksmiðjunni.

Hann er nýdottinn í 300.000km hjá mér og á nóg eftir. (Vélin er í ótrúlega góðu ástandi)

Þegar ég fékk hann var hann haugskítugur og lakkið ansi dapurt.

Nú er ég nýbúinn að massa hann allan og bóna og ég verð að segja að hann lýtur alveg hreint ótrúlega vel út.

Á nokkrum stöðum eru þó litlir ryðblettir sem verða pússaðir niður og blettaðir. Einnig þarf ég að láta sprauta annað afturbrettið.

Ég er nýbúinn að kaupa þónokkuð af nýjum varahlutum í hann. S.s Miðstöðvarmótor, strekkjara fyrir viftureimina, dempara fyrir húddlokið, kælivökva hosu og stýringu fyrir letingjann.

Á heildina litið gæti ég ekki verið hamingjusamari.
Tjörvi Valss.