Audi R8 Nýji sportbíllinn frá Audi sem keppa á við 911, Gallardo, BMW Z og Aston Martin.

Grunnvélin er V8 4.2L 420 hestafla vél sem mun koma honum í 100 km/klst á 4.2 sek. 2008 verður hægt að fá blæju útgáfu af honum. Talið er að árið 2009 munu Audi skella í hann 5.2L V10, 520 hp vél. Það eru líka möguleikar á að þeir muni setja milli 600 til 700 hestafla V10 twin turbo í hann, sú sama sem mun prýða nýja Audi RS6.

Samkvæmt fréttum hafa þeir einnig skoðað að setja 6L V12, twin turbo 500 hp díselvél í hann sem skilar 1000 nm í tog. Sú vél er í Audi Q7 og skilar þeim hlunki upp í 100 km/klst á 5.5 sek.