Ford Bronco '79 Þetta er gamli broncoinn sem pabbi átti, æðislegur bíll. Stór, rúmgóður, ekta svona í ferðalög og þannig, alveg æðislegur bíll, við áttum hann frá ‘90 til ’96 eða '97 minnir mig, þá var hann orðinn of bvilaður til að pabbi nennti að standa í honum, svo hann fór í aukahluti, R.I.P.

Myndin er úr einu af mörgum ferðalögum sem við fórum á honum, samt var erfitt að finna góða mynd af honum, þessi fannst mér skást. Afsakið gæðin á myndinni, ég tók mynd af mynd sem ég fann í myndaalbúmi, hún er kannski ekki perfect eins og flestar myndirnar hér…

Ég hreinlega elska þennan bíl, myndi gera margt og mikið til að fá svona bíl í dag, sama lúkk, sami litur, sama vél, sama útlit að innan, það yrði mér ómetanlegt, þið hljótið að þekkja þetta með æskubílana ykkar ehh?

*nostalgía*