Góð spurning… skil bara ekki hvað fólk fær útúr þessu.
Maður kíkir bara stundum á korka og myndir þar sem maður sér (áður) að búið að kommenta síðan t.d. myndin kom inn og svo er það bara svona “Fyrstur” eins og það sé eitthvað merkilegt eða að græði eitthvað á því … en eins og maður segir:
Já, en þetta er bara sérviska. Mér finnst bara eitthvað skemmtilegt við að vera fyrstur og það er bara mín sérviska, svo fer annað fólk að drulla yfir þá sérvisku? Af hverju?
Af því að þér finnst þetta sniðugt? eða gaman? Skil ekki pointið með þessu … það er öllum drullusama þó þú hafir verið fyrstur … gerðu öllum (amk. flest öllum) greiða og ímyndaðu þér að þú hafir skrifað svona komment og þú hafir verið fyrstur … en endilega haltu þvi fyrir sjálfan þig.
Þó það væri nú ekki nema bara fyrir mig.
Nema að þú getir sannfært mig um að það sé eitthvað point í þessu … að þú, ég og allir hinir á huga græðum eitthvað á þessu?
Ég er nú að reyna að halda þessu á lágu nótunum og var að vona að þú gætir bara hætt eftir síðasta svar, en nei þú vilt greinilega bara fara í fight. Ég ætla hins vegar bara að hætta að ræða þetta við þig og enda bara á því að segja að þetta sé bara sérviska sem ég get bara, ef ég vil, hætt að vera með þegar mér finnst þetta orðið asnalegt.
Er ekkert að æsa mig (amk. fannst mér það ekki). Er bara orðinn þreyttur á þessu rugli. Það finnst engum þetta sniðugt. Hef amk. ekki séð fólk vera að hrósa ykkur mikið fyrir að vera fyrstir. Fleiri sem bölva ykkur fyrir ómakið.
En ég get ekki neitt þig til að hætta og ef rökin þín eru sérviska þá verður bara að hafa það og við hin verðum að bíða þangað til þú þroskast uppúr þessu.
Verður að afsaka ef ég misskildi, fannst þetta einhvernvegin æsingslega skrifað. Kannski bara önnur sérviska, en það hafa allir sína sérvisku og flestir vaxa uppúr einni og fá aðra. Eins og hver hefur ekki þá sérvisku/geðveiki að vilja ekki stíga á línurnar á gangstéttinni? ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..