Jaguar CJX Broadspeed - ég átti svona bíl í bílabrautinni minni þegar ég var polli. Ansi vígalegt tæki, 550 hestafla V12. Bílarnir voru með smekklegar brettaútvíkkanir og kæliraufar, létta skel og þróaðri fjöðrun. Þessir bílar slógu mörg met í tímatökum en endust ekki nógu lengi í akstri til að vinna keppni - flottur samt. Hinn bíllinn í bílabrautinni var BMW sexa í Jagermeister litunum, það kemur mynd af honum síðar.