Bilar Volkswagen verksmiðjurnar hafa kynnt fyrsta 1 lítra bíl í heimi en unnið hefur verið að hönnun slíks bíls síðan 1999, eða frá því að Volkswagen kynnti fyrst bíl með 3 lítra vél. Markmiðið hjá VW verksmiðjunum er að hanna bílvél sem kemur ökumanni 100 km. á einum bensínlítra á sama tíma og kröfum um þægindi og öryggi er uppfyllt. Í ökuferð sem ekin var frá verksmiðjunum í Wolfsburg til Hamborgar, sem er um 230 km. akstur, eyddi bíllinn, þrátt fyrir slæm veðurskilyrði aðeins 0,89 lítrum á hundraði. Meðalhraðinn á leiðinni var 75 km/klst. (tekið af www.hekla.is)
———————————–