Ascari KZ1, breskur ofurbíll sem á að tefla fram gegn ekki ómerkari bílum en t.d. Ferrari 360 Modena. KZ1 verður knúinn áfram af v8 vél, líklega frá BMW. Grind og yfirbygging eru gerð úr karbon trefjum, og ætti bíllinn að vega um 1100- 1200kg. Hönnun og frágangur bílsins að utan sem innan er fágaðri en í flestum bílum sem framleiddir eru í jafn litlu magni, en áætlað er að framleiða um 100 KZ1 á ári. Myndin er gerð í tölvu og því miður sú besta sem ég fann á netinu af bílnum..