Bilar Óskandi að Citroen væru enn við sama heygarðshornið. Þetta er Citroen SM sem var framleiddur á milli 1970-1975. Þetta var hreinn undra-GT með öllum “venjulega” Citroen tæknibúnaðinum og Maserati V6 í kaupbæti. Það má því segja að þetta sé hálfur Citroen og hálfur Maserati og áreiðanleikinn líklegast eftir því?