Mér finnst alveg svakalega leiðinlegt með Subaru, sem hefur alltaf verið uppáhaldsbíltegundin mín, hvað þeir ryðga mikið. Nú er ég að fara að leita mér að bíl, og langar í Imprezu 2,0L en þeir bílar sem ég hef verið að skoða af árgerðum 96-98 eru byrjaðir að ryðga. RyðBólur komnar á toppinn, oft ryð ofanvið framrúðu og svona leiðindi.

Frændi minn keypti sér nýja Imprezu árið 1996. Hann bónar ekki oft, en hirðir bílinn samt ekki illa. Svo vorum að að skoða hvað það leynist ótrúlega mikið ryð á bílnum, komnar bólur utan á brettin og leiðindi. Subaru 1800 var þekktur fyrir ryðvandamál, en ég vil halda því fram að þetta sé ekki leyst hjá Subaru. Legacy af árgerðum 92-93 eru orðnir illa farnir af ryði.

Ég vann á skoðunarstöð í sumar, og var oft að kíkja á boddí bílanna að gamni mínu og niðurstaða mín er sú að af japönskum bílum eru Mazda og Toyota(árgerð 92 og yngri) bílar sem ryðga minnst eða lítið.

Einn vinur minn á Mözdu 323F árgerð 1993. Hann er óryðgaður. Annar félagi minn á Carinu E 93 sem er farið illa með, en ekki er ryð í brettunum á honum og hvergi. BMW 316 árgerð 1988 sem einn vinur minn á er mjög lítið ryðgaður.

Hvort ætli að þetta sé ryðvörnin eða bílarnir þannig smíðaðir að þeir henti illa hér á norðurslóðum. Ég er spældur, því mig langar í Subaru, og ég á bílana mína yfirleitt frekar lengi, en get ekki sætt mig við hann skuli ryðga svona fljótt, svo ég verð að gerast smáborgaralegur og fá mér Toyotu, einsog fjöldinn.