Jæja, það er kominn tími á að hafa þetta á hreinu.

Ég nota ekki þokuljós nema ég telji ástæðu til og vil taka fram að mér finnst óþarfi að hafa kveikt á þessum ljósum innanbæjar. Sumum finnst það töff (allt í lagi með það) en það verður samt að fylgja þeim lögum sem gilda.

(5) Dagljós.

Skilgreining: Dagljós koma í stað aðalljósa þegar hvorki er skuggsýnt né skyggni lélegt. Sem ljósker fyrir dagljós má nota lágljósker, ljósker fyrir lágljós með lækkaðri spennu, þokuljósker eða sérstök dagljósker með viðurkenningarnúmeri.

Litur: Skal vera hvítur eða gulur.

Það er því ljóst að ÞAÐ MÁ hafa kveikt á þokuljósum Í STAÐ aðalljósa þegar ekki er slæmt skyggni eða skuggsýnt. Það má EKKI hafa kveikt á bæði aðalljósum og þokuljósum.