Svo vildi til að í gær var ég með vinum mínum á rúntinum á Akureyri. Þetta gekk alt voða smouth og fínt, nema að ég leyfi félaga mínum að taka við akstrinum af mér. Hann sem telur að hann sé überkool kveikir náttúrlega á kösturunum sem lýsa mestmegnis niður í götuna og smá til hliðana, til gamans má geta að þetta er sunny sr sem um ræðir, eftir sirka 10 mín kemur löggan. Hún var alveg arfabrjáluð, eltir okkur í ca 2 mín(við vissum svosem alveg hvað hún var að pæla svo við fórum aðeins afsíðis). Svo spjöllum við við lögguna sem greinilega hafði ekki náð litla bróður upp kvöldið áður. Þeir höfðu tékkað allt um bílinn og eigandann, koma svo með skæting og læti og skildist mér að ég væri ábyrgur fyrir því að ljósin loguðu. Þetta fannst mér bara rugl og er alveg öskuvondur.

En allavegana finnst mér ekki tiltökumál að vera stoppaður og aðvaraður fyrir svona, en að hún vilji sekta eftir 1 aðvörun(mín eina) sem var n.b. fyrir c.a. ári síðan. Þá var mér sagt að þeir vöruðu fólk nokkrum sinnum við en ekki endalaust. Þessi lögga sem stoppaði mig núna sagði að bíllinn hefði marg oft verið stoppaður fyrir svona lagað.

Því er spurningin sú.

Á ég að bera ábyrgð á því þó að fyrri eigendur hafi verið teknir fyrir þetta?

Ber ég í raun ábyrgð þar sem ég var farþegi, þó í eigin bíl, en ekki ökumaður?

allavega kommentið á þetta og segið meiningu ykkar alveg óhikað.