Halló halló, Kvakkurinn hér!

Heyriði, ég á í “smá” vanræðum. Þannig er mál með vexti að ég er með magnara og tvo 300w pioneer hátalara plöggaða í hann og ég er að fá vélarhljóð dauðans í hátalarana.(þ.e að ég heyri í vélinni í græjunum og líka þegar ég kveiki á miðstöðinni og rúðuþurkunum o.s.frv) Nú segja margir, “bara setja filter á etta” En þar liggur hundurinn grafinn því ég er búinn að filtera nánast allt!!! ég lét filter á Alternatorinn og þá fór þetta en alternatorinn hætti að hlaða. Ég tók Alternatorinn úr sambandi og þá fór þetta þannig að marr veit þá allavega hvaðan þetta kemur. Ég fór og keypti 2000kr filter á RCA kaplana í Radíobæ og þá fór bassinn úr græjunum!!! Magnarinn er Gelhard 600w.

Ef þið kunnið ekki á þetta, vitiði þá nokkuð um eitthvað ódýrt verkstæði fyrir mig?
Ég veit að ég gæti farið í aukaraf eða Nesradíó en það gæti orðið “soldið” dýrt. T.d fór ég á mínum yngri árum í Aukaraf til að skipta um útvarp og kostaði það 5000kr!!!

Thank you<br><br>______________________________
“Hakuna matata”
-Tímón og Púmba
______________________________