Ég var að lesa áhugaverðan <a href="http://www.technologyreview.com/articles/fischetti1102.asp?p=0">pistil</a> um tækninýjungar og þróun bílvéla.
Inntakið var bensínsparnaður og nefndar tölur um tæplega 50% sparnað.
Helstu atriðin voru: knastáslausar vélar, vélar sem drepa á sér á ljósum,
gáfaðar vélar/stýrikerfi, stiglausar skiptingar, betri efni/hönnun sem
miðar að minni núningi, fullkomnari blöndun eldsneytis og lofts ofl.

Ágætis lesning á ensku um hvað mögulegt er með nútíma tækni.