Ég sá svolítið merkilegan bíl í gær (fös).

Silfurgráan Benz, Nýja C-Lookið held ég alveg örugglega, c.a 2000-2001 módel sennilega. Ekki ýkja-merkilegt nema fyrir þær sakir að hann var með fjóra púststúta að aftan og á honum stóð Carlson vinstramegin, en ekki Mercedes Benz. Svo var einnig eitthvað carlson merki í staðinn fyrir M.Benz merkið.

Þetta var ekki svipaður bíll og Guðjón OZ á/átti, (CL) heldur var þetta 4 dyra bíll og fyrir utan pústið og carlsson merkið, alls ekkert merkilegur.

Vitið þið eitthvað um þennan bíl? Er þetta einhver græja eða bara uncle bens (No pun intended!) ?