Jæja nú er komið að því að laga Lancerinn og að því tilefni fékk ég mér druslu í staðinn. Fékk hann á 20.000 og skoðaður. Það sem er að honum er að kúturinn er ónýtur og lekur einhverstaðar inn.

Svo var allt annar gírhnúður, sem var alltaf laus en ég er búinn að skipta um hann.

Ég fór inní Bílanaust og ætlaði að kaupa kút sem ég mæli á móti að menn geri því að kúturinn kostar 5905 kr. Nákvæmlega undir þessa *ehemm* drossíu. Sem er þar að auki 1988 módel. Ég gat því miður ekki samið við þá um að fá hann á 4900. Því að ég ætlaði að spara mér það að fara í Hafnarfjörðinn í BJB. En nei ég þurfti að fara þangað og sparaði mér 1000. Þess má geta að þessir kútar er nákvæmlega þeir sömu og Bílanaust er með því að BJB smíðar kútana fyrir Bílanaust.

Mér finnst vanta hingað ódýrari varahlutaverslun því að því miður er Bílanaust búið að tapa því niður. Ég tel það ekki líklegt að það séu margir sem eiga þessar drossíur þannig að Bílanaust mun sitja uppi með lager af kútum undir 1988 205 1.1 Peugeot.

Og fyrst þeir sitja uppi með þá kúta því ekki aðra kúta undir gamla bíla. Og afhverju er þetta svona dýrt? Eru varahlutir í gamla bíla ekki bara uppsafnaður lager af gömlu drassli sem hefur verið þarna í áraraðir. Eru fyrirtækin ekki hættir að einbeita sér að þessu og farnir að hugsa um varahluti fyrir nýja bíla?

Einnig fékk ég mikið rugl varðandi tryggingar af þessum bíl. Bíllinn kostar 20 þús og hann er 1100cc ég man því miður ekki heildarþyngdina nákvæmlega en hún er væntanlega í kringum 800kg.
Nei nei ég fæ rukkun uppá 104 þús kall sem er meira en ég borga af Lancernum á ári með kaskó??? Þetta reyndar hlýtur að vera miskilningur vona ég.