Nú eru einhverjir spekingar í Bandaríkjunum búnir að fá einkaleyfi á búnaði
sem “gefur vélinni hljóð” þess bíls sem þú kýst. Þessir guttar söknuðu hljóðsins sem
margir gamlir og klassískir bílar gefa frá sér við aksturs og ákváðu að hanna búnað
sem er tengdur við útvarpið í bílnum þínu og breytist eftir akstri.
Semsagt vélarhljóð í útvarpinu.
Þar sem flestir bílar nú til dags eru orðnir hálf hljóðlausir (og dull) má fá retro
fíling á þennan veg.
Og auðvitað heyrist bara í þessu inní bílnum svo menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því
að fara í taugarnar á öðrum ökumönnum.

Sem er gott því þó svo gamlir kaggar séu með vélar sem spili tónlist þá er hún ekki
alltaf velkomin. Ímyndið ykkur foreldrana sem eru búnir að svæfa og svo kemur einhver
Camaro í gegnum hverfið á útopnu.

<a href="http://www.newscientist.com/hottopics/cars/article.jsp?id=99992812&sub=Hot%20Stories">Greinin</a