Veit ekki hvað þetta eru oldnews fyrir suma enn ég var að keyra upp ártúnsbrekkuna í dag og sá allt í einu skærgult skilti og á því stóð 80 !!!! - HEY, COOL 80 km hámarkshraði!!!

Ég fór því og keyrði upp ártúnsbrekkuna framm og til baka og það er búið að setja 80 alveg frá Grensásvegi og alveg út úr bænum framhjá nýju brúnni sem fer inn í grafarvoginn og þúsaldarhverfið. þar sem 90 km hámarkshraði tekur við því þá ertu kominn út úr þéttbýli.

Þetta er svo ég viti í fyrsta skipti hér á landi þar sem hámarkshraði er hækkaður í 80 í þéttbýli.

Mér fynnst þetta gott skref og vona svo sannarlega að það eigi eftir að virki vel.

Og vona að þetta verði gert á fleyri stöðum þar sem aðstæður leyfa.

Hér er það eina sem ég fann á www.mbl.is og þar sem engin leitarvél er á www.visir.is ..allavega sá enga þá nennti ég ekki að fara leita manual.

http://www.mbl.is/mm/frettir/show_framed_news?nid=802146&cid=1

Mín perónulega skoðun á þessu:
Er að þarna keyrir fólk á 90-100 og yfir og er oft í ferlegu stressi yfir því hvort löggan sé einhverstaðar að mæla og þá er fólk frekar að leita hvort það sér lögguna einhverstaðar í stað þess að fylgjast með veginum og bílum í kring þegar hámarkshraði er 70. Nú þegar búið er að hækka hann uppí 80 tel ég að fólk sem keyrir yfirhöfuð hratt fari frekar niður í 90 og haldi sig á því og sé meira afslappað. Eða jafnvel niður í 80 “sem er mjög gott”.

Nú er ég að tala um heldina enn ekki einn og einn sem keyrir hægar eða hraðar.

Og samhliða þessu þætti mér að löggan ætti að vera sýnileg enn ekki fela sig niður í holur eða lengst uppí í brekkum eða undir brúm. Því þegar löggan er sýnilega þá virkar hún frekar sem hraðahindrun og þeir sem keyra of hratt taka oft ekki eftir hlutum sem eru utan vega því þeir eru meira að fylgjast með veginum fyrir framan. Og þá á að taka og sekta enn ekki þá sem slysast nokkra km yfir hámarkshraða.

Jæja, þetta var mín perónulega skoðun og þið getið ræpað yfir hana hérna með ykkar póstum á eftir.

Kveðja
Svessi