Mig sárvantar ornament (merki/lógóið sem stendur upp úr húddinu á einstaka bílategundum s.s. Benz og Cadilac) fyrir Pontiac Bonneville '85…
Þannig eru nefnilega mál með vexti að einhver hálviti reif það af bílnum mínum og ég er búinn að leita útum allt (hringdi m.a. til bandaríkjanna) án árangurs.
Ég veit að það eru til þrír aðrir sams konar bílar á landinu og ég held að bara einn þeirra sé í notgun, en hinir tveir eru úr umfer og ég er alltaf að rekast á þá hér og þar um höfuðborgarsvæðið en næ aldrei að hafa upp á eigendunum.
Það komu tvö önnur Pontiac módlel á markaðinn með sama ornamentinu, en ég hef ekki orðið var við þá hérlendis.
Ornamentið er sexhyrnd járnumgjörð utanum svartan flöt með gylltri stjörnu á.
Ég veit að þessi hlutur gerir voða lítið annað en að skapa loftmótstöðu, en það er bara massíf meinloka að hafa það ekki þarna.
Endilega látið mig vita ef þið finni eitthvað sem gæti passað á bílinn minn. Takktakk.<br><br><center>“Life is a deadly meaningless sexually-transmitted desease”</center>
<center><font size=12 face=“Arial”><a href="http://kasmir.hugi.is/Alliat/ ">SÍÐAN MÍN!</a> </font></cente