Ég var að koma inn í bæinn (suðurlandsvegi) núna fyrir helgi og mætti með stuttu millibili tveimur af nýju löggu bílunum (Volvo S80) og brá doldið þegar radarvarinn fór að væla undan öðrum bylgjum en vanalega þegar löggan á í hlut. Vanalega er þeir á K-band en núna var þetta Ka-band. Í báðum bílunum voru þrír og voru greinilega að skoða nýju “skotgræjuna” mjög vandlega. Ég talaði við vin minn sem þekkir aðeins til þessara mála og hann sagði að það væri að taka í notkun nýja radara og það væri verið að kenna á þá núna. Hann hélt að munurinn væri að nú væri hægt að skjóta í hvaða átt sem er og geislinn væri mjórri þannig að það radarvarar pikka hann ekki upp á jafnlöngu færi og áður. Getur einhver sagt mér meira um þetta?

ps. Stafsetninga villur og málvillur hljóta að fyrirgefast þar sem klukkan er núna allt of snemma á mánudegi :)
——————————