Við fjölskyldan ákváðum í vor að kaupa nýjan bíl, Avensisin var orðin svolítið þreyttur. Þannig að við ákváðum að skella okkur á nýja ford mondeoinn.

Við pöntuðum okkur svoleiðis svartan, 2L, beinskiptan og við þurftum að bíða í tvo mánuði, allt í lagi. En dagin sem við pöntuðum hann tilkynnti ford verksmiðjan að þeir væru farnir í mánaðar frí, þrír mánuðir. Síðan er bílnum búið að seinka aftur og aftur.

Þangað til í dag, víííí, fjórum mánuðum seinna, fenugum við hann afhentan. Og við fengum meira að segja fría ford regnhlíf, váááá.
En hvað haldiði að hafi gerst fyrsta daginn. ÞAÐ VAR BAKKAÐ AFTANÁ PABBA.

Einhver stelpa, sem var að tala í síman, var stopp á biðskyldu og ákvað að bakka. Þetta var ekkert rosalega mikið en samt ótrúlega fúlt.

P.S Avensisin er til sölu sendið mér skilaboð ef þið hafið áhuga ;)