Þessu varð ég bara að koma frá mér:

Ég var bara hérna í rólegheitunum á Dalveginum í kópavogi í hádeginu á umferðarhraða, 50-60 (50 km gata) þegar ég er að koma að gatnamótum þar sem er biðskylda á hina sem eru að koma útá götuna ok. ég var nokkuð langt frá þegar stór hvítur Musso stoppar þarna á biðskylduni og allt í lagi með það, nema hvað að hann byrjar að mjaka sig áfram og gera sig líklegan til að fara yfir, þá flauta ég til að láta vita af mér þarna og byrja ég strax að hægja á mér. Hann tekur sjénsinn og fer yfir, á þessum tímapúnkti sé ég fram á að það verði árekstur og negli ég niður (tek fram að það var grenjandi rigning og ekkert grip). Ég rétt næ að bæja framhjá honum og stefni á á annan bíl fyrir aftan hann, einnig á biðskyldu og þá sem betur fer slaka ég á bremsunni og næ gripi aftur og kippist til hliðar vegna þess að ég var búinn að snúa stýrinu svo mikið og uppá kant fer ég og rispa stuðarann allsvakalega og skrámast allur undirvagninn (ekki beint mikið tjón) og þaðan aftur útá götu þar sem ég stöðvast.
Það komu nattla nokkrir útúr bílum sínum til að athuga hvort ekki væri allt í lagi og sona, ég fer útúr bílnum hálf ringlaður og spyr hver af ykkur hafi orsakað þetta, Nei heyrðu, ÞÁ HAFÐI HELV"!#$ FÍBLIÐ STUNGIÐ AF!!! Hvað er málið???

Þannig að ég spyr, segjum að ég hafi farið á hinn bílinn fyrir aftan og stórskemmt hann og bíllinn sem olli öllu þessu stungið af, hefði ég ekki þurft að borga brúsan af viðgerðinni á honum?