Mig langar að flytja inn high-performance bíl fyrir minna en 3 milljónir. Ég hef alltaf verið veikur fyrir Cosworth en nú nýlega uppgötvaði ég bíl sem ég er alveg sjúklega veikur fyrir, Opel Calibra turbo. Calibra turbo er fjórhjóladrifinn með 2,3 L túrbó vél og má auðveldlega setja hann yfir 300 hestöfl. Ég hef séð svona bíl í rúmum 400 hestöflum. Bílarnir eru allir fjórhjóladrifnir og mjög laglegir að sjá. Ekki er hægt að fá svona bíl yngri en 1997 módel enda framleiðslu hætt það ár.
Calibran er mun laglegri bíll og auk þess ódýrari. Aftur á móti hef ég heyrt að Cosworth bílarnir endist betur og séu harðgerðari.

Ég get hreinlega ekki ákveðið mig, Cosworth eða Calibra?
Daðmundur hinn spaki