Jæja eftir langa hríð og mikið rugl er Stakka sjálfur í eigin persónu og ekki einhver kunningi að skrifa.

Mig langar að pósta hérna grein inn um sem sagt kraftmikla bíla og ábyrgðina sem því fylgir. Ég hef ekkert á móti því að aðrir gaurar séu á mun aflmeiri bíl og styngi mann af í spyrnunni, maður verður kannski aðeins sár ;)

En hinsvegar er annað sem fer í taugarnar á mér og þá sérstaklega miðað við þessa bíla og þá eingöngu út af hröðun bílana. Þannig er mál með vexti að í götunni þar sem að ég bý eru tveir bílar annar ber nafnið Lexus is200 og hinn er impreza turbo málið er þannig að í þessum götum er 30 kílómetra hámarkshraði og inní þessu hverfi er hægri réttur. Þessir tveir standa bílana í botngötu og fullt af börnum sem búa þarna. Í eitt skiptið þá sá þessi á imprezunni bílinn minn þegar að ég var að fara úr hverfinu. Við erum að keyra Engjasel og hann þrusar frammúr mér í götu sem er hámark 30.

Hvaða ökumaður getur höndlað það að drepa lítið barn sem ólukkast það að hlaupa útá götu.

Eina sem ég vil benda ökumönnum á að þetta er heimska. Hagið ykkur ekki svona í hverfi. Gerið þetta frekar á götum sem segja að minnstakosti 60km hámarkshraði.