Ok, ég er ekki vanur að pirra mig á umferðinni einsog hún er nú. Er frekar afslappaður og ef einhver brýtur á mínum rétti hugsa sé sem svo að viðkomandi eigi eitthvað bágt í einkalífinu og er ekkert að pirrast yfir svona hlutum og tilhvers að vera að æsa sig yfir aulum í umferðinni.

En í gær varð mér nú alvg nóg boðið þegar ég var að bruna upp Ártúnsbrekkuna á 95 (var að flýta mér, er yfirleitt á 85-90) er á á akrein lengst til vinstri. Er að renna fram úr Scania trukk með stóran trailer þegar hann beygir bara fyrir mig og treður sér inná mína akrein, engin stefnuljós og ók í veg fyrir mig. Hann var með möl á pallinum og smásteinar og fín möl sópaðist yfir minn bíl, en ég var á svörtum Skoda Octavia sem tengdó á og er rétt mánaðar gamall.
Ég forða mér yfir á miðakrein og gef alltí botn og fer fyrir fram hel*** trukkinn. Síðan sé ég hann í þvílíku svigi á miklum hraða og sjá þetta ferlíki fyrir aftan sig á öllum akreinum til skiptis var ekkert þægilegt. Svo kemst hann framúr mér þegar ég er á rétt yfir 100!! Og treður sér á undan. Pælið í hraðanum sem hann hefur verið á. Og hann beygir uppí Árbæ. Ég ákveð að elta hann, ef ske kynni að Skódinn hefði skemmst eitthvað eftir allt steinkastið. En það var sko ekki gott að elta svínið. Hann svínaði í veg fyrir Renault Kangoo á við B&L húsið sem lá síðan á flautunni á eftir honum og það sem gerði útslagið var þegar hann ók á móti rauðu ljósi(sennilega til að losa sig við Renaultinn). Þetta var ekki svona gult/rautt dæmi heldur ELDrautt. Ég fann síðan trukkinn kyrrstæðan í Selásnum og tók niður númerið á honum.

Ekkert sást á Skódanum nema kannski 2 litlar rispur sem er ekkert, sem betur fer. En það sem skelfir mig er að svona bílsstórar á svona stórum bílum skuli haga sér svona. Þetta er væntanlega atvinnu bílsstjóri og hann ætti svo sannarlega skilið að ég gerði eitthvað meira í þessu. Ég fór að hugsa að þegar ég fer að keyra með krakkann minn sem bráðum fæðist að svona hálfvitar geti lagt mann í hættu.


Ætti ég að gera eitthvað mál úr þessu?