Ég hef verið að velta því fyrir mér upp á síðkastið hvernig maður getur fengið sem mestan bassa út úr pústkerfi á fjögurra cylindra vél…
Nýlega lét ég skipta út aftasta hlutanum af pústinu á galantnum mínum (Galant Glsi 4x4 1991, 2000 vél). Ég lét setja 2.5" opinn kút og fjögurra tommu aftasta stút og fæ svosem ágætis bassa í hægagangi en engan veginn nóg.
Ég man eftir svörtum subaru impreza turbo sem var á akureyri sem var með alveg ótrúlegum bassa í hægagangi og mjög flottu soundi þegar hann gaf í.
Spurningin er:
Hvernig fæ ég þennan bassa? Ég þykist vita að það þýði ekkert að setja bara eitthvað voðalega svert púst, heldur þarf maður væntanlega að setja hljóðkút/a sem þjappa hljóðinu saman þannig að útkomann verði mikill bassi. Eða hvað?
Getur einhver komið með einhverjar hugmyndir?