Hekla var rekin með mörghundruð milljóna króna tapi samkvæmt Mogganum eða Frettablaðinu í morgun, það sem liðið er af árinu 2002. Gaman væri að vita fjárhagsstöðu hinna bílaumboðanna. B&L var víst mjög illa statt í vor heyrði ég en svo ekkert meira um það. Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Ístraktors. Bílaumboð eiga samt við ýmsa erfiðleika að stríða, nú í haust kemur slatti af bílaleigubílum inn í umboðin, Toyota á ennþá Corollur af árgerðum 2000 frá Flugleiðum sem komu inn haustið 2001 og hafa ekki enn selst. Persónulega finnst mér umboðin svínsleg þegar maður ekmur með bíl í uppítöku og hann er rakkaður niður.

Ég athugaði með uppítökuverð á bílnum hennar ömmu gömlu sem er Corolla XL árgerð 1991. Þeir sögðu listaverð 200.000 kr og uppítöku verð hámark 100.000 kall sem er helmingurinn af raunvirði bílsins. Það kostar ekki P.Samúelsson 100.000 kall að renna bílnum gegnum söluskoðun(fór í hana og var í toppstandi) og láta svo bílinn standa á planinu í nokkra daga þar til einhver kaupir hann. Þeir vita þetta hjá P.Sam að svona ódýr bíll selst strax og verður enginn kostnaður fyrir þá. Ég skil hinsvegar vel að þeir rakki niður Hyundai og Daewoo en þessir bílar seljast ekki þrátt fyrir þvílíkan afslátt og kostaboð. Ótrúlegt.

En sala nýrra bíla er að glæðast aðeins aftur eftir hrikalega niðursveiflu. Ég var einn af þeim sem keypti alltaf nýja bíla og setti þá svo uppí eftir ca 1 og hálft ár, og tapaði þvílíkum fjárhæðum á því að ég get grátið núna. En það er gaman að kaupa n´jan bíl, velja lit og keyra bílinn frá grunni. En ég er hættur þessari vitleysu. Ég var orðinn þreyttur á afföllum og láta umboðin taka mann í ra****** í uppítökum og þjónustutjékkum. Nú ek ég um á 7 ára gömlum bíl sem fellur ekki í verði jafn þvílíkt og glænýir bílar og er mikið ánægðari innst inni.