Enn eina ferðina hefur hin heilaga þrenning hækkað verð á eldsneyti. Afsökunin er “Vegna hækkunar heimsmarkaðsverðs á eldsneyti og þróunar gengis ísl. krónunnar gagnvart dollar, hefur Olíufélagið ákveðið að hækka útsöluverð á öllum tegundum eldsneytis um kr. 1,70 á lítra, frá og með 2. september. Á liðnum vikum hefur talsverð óvissa verið á olíumörkuðum, sem leitt hefur til hækkunar heimsmarkaðsverðs en einnig hefur staða krónunnar gagnvart dollar versnað.” Undur og stórmerki, öll þrjú félögin hækkuðu um jafnmikið sama dag.

Ekki er langt liðið síðan tilkynnt var um afkomu félaganna á fyrri helmingi ársins og kom þá í ljós að hagnaður félaganna þriggja er um 2 milljarðar… á fyrri helmingi ársins!

Við neytendur getum ekki látið fara svona með okkur endalaust, er ekki kominn tími til að sýna hinni heilögu þrenningu í fulla heimanna?

Hvernig væri það ef svona 2-3 mættu með skilti sem á stæði:

“Ekki kaupa bensín hérna,
látum Olíufélögin ekki kúga okkur,
ESSO hækkaði fyrst verð í september,
næsta bensínstöð er XXXXXXX”

eða eitthvað í þá áttina á hverja bensínstöð ESSO. Þyrfti ekki nema svona 30 manns í þetta.

Svo þegar ESSO lætur undan er Skeljungur næstur og svo Olís.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: