Ég sá hérna umræður um Ford Probe GT ‘93 sem er á bílasölunni bílfang(í NGK Þræðinum).
Ég er eitthvað að spá í þessum bíl og er búin að skoða hann smá(bara að utan, ekki prufukeyra né sjá ofan í húddið).
Fann svona ýmislegt að þessum bíl, Dældað húdd, lausir listar á hurðum, ber merki um að hafa verið klesstur að framan, vantar kastara(þokuljós?) að framan, léleg dekk(ónýt að aftan) og sitthvað fleira(Soldið mikið ha? ;) en já.. ég var að velta því fyrir mér hvort að einhver kannaðist eitthvað við þennan bíl og hugsanlega vélar/rafkerfis ástand. þar sem að hann lenti í vatnstjóni ’99. það eru skráðir 4 eigendur, 2 sennilega fyrir tjónið, svo kemur bara “*” fram í bifreiðaskráningu og svo 2 eftir það.
En allavega ef einhver veit eitthvað um þennan bíl má hann endilega pósta því hingað ;)
fyrirfram þakkir,
Insanic wannabebíladellukaggl.