Sko ég er að fara rólega í það að dubba bílinn minn upp. Var um daginn að panta K&N kraftloftsíu í bílinn og var að spá í að bæta einhverju við.
Ég er búin að græjann upp og er að fara að sprautann uppá nýtt þar sem lakkið er farið að skemmast og ég þoli ekkert minna en skemmt lakk.
Þá var ég að spá í hvað ég ætti að gera næst…á ég að kaupa nýtt púst? Eða hvað
Já ég er á Opel Corsa '95 1400 vél. Ég hef engan áhuga á að breyta honum í einhvern rice bíl því ég vill vera þessi litla saklausa ljóshærða stelpa sem keyrir um á litlu dúllunni sinni og gæjarnir vilja sýna sig með því að mana mig í spyrnu en þá kem ég og pakka þeim saman…það er það skemmtilegasta í heimi!
Hvernig kemst maður eiginlega í svona félagsskap þar sem allir hafa rosalega mikið vit á bílum? Ég held að ég sé sú eina í heiminum sem hef áhuga á bílum en þekki engann sem hefur hann líka…óþolandi.
Takk samt kærlega fyrir ef einhver hefur nennt að lesa allt þetta og þúsund þakkir til þeirra sem nenna að svara mér!<br><br>Skynsemi er fyrir þá heimsku.
Skynsemi er fyrir þá heimsku.