Jæja, ég er að leita mér að BMW E39 og hef verið að skoða nokkra slíka og er með nokkrar spurningar og pælingar.

Eru þetta ekki bara góðir bílar?

Ég er að vonast til að fá bara 520 eða jafnvel 523 og reyna að fá einhvern sem er sem ódýrastur.

Ég var að vesenast á netinu og fann óljósar upplýsingar að ég ætti að sleppa 523 og 528, þ.e. varast 2.5 l og 2.8 l vélarnar. Vitið þið eitthvað um eitthvað þekkt vandamál með þessar fyrrnefndu vélar?

Eyða þessir bílar nokkuð svo óskaplega mikið?

Bila þeir eitthvað?

Kostar það mikið?

Ég hef eingöngu ekið 523 ssk. og var verulega hrifinn, en er ekki 520 alveg eins góður? Það munar vissulega töluvert í togdeildinni en það ætti að muna einhverju í bensín- og tryggingadeildinni, ekki satt?

Ætti ég kannski að sleppa þessum bílum og athuga með einhvern góðan E34 (5-lína 88-95?) eða E36(3-lína 92-98?)

Svarið mér!