Sæl öll.

Ég óska eftir tilboðum í M5 bílinn minn þar sem ég er á höttunum eftir stærra húsnæði og þarf að losa pening. Ég skoða skipti á ódýrari bifreiðum en annars er ég til í að gefa góðan staðgreiðsluafslátt ef enginn bíll er settur upp í.

Bíllinn: E34 BMW M5 1990. 3,6 lítra sex strokka línu vél og fimm gíra Getrag gírkassi. Hröðun 5,9-6,5 sekúndur í hundrað kmh og hámarkshraði 250 (takmarkaður).

Bíllinn er kolbikasvartur, Shadowline og með svört nýru (semsagt EKKERT króm), svart buffala leður að innan og 17 þriggja hluta upprunalegar BBS felgur með nýjum háhraða heilsársdekkjum frá Dunlop.

Útbúnaður er eftirfarandi (smá viðauki).
Rafmagn í öllu nema sætum, skriðstillir (Cruise Control), GSM bílasími, loftkæling með sjálfvirkri miðstöð, aksturstölva, útvarp og segulband (vandað Kenwood tæki) með tengi fyrir magasín og svo er BMW kraftmagnari. Af öðrum standard M5 búnaði má nefna 25% driflæsingar, flækjur og millikæli.

Bíllinn er ekki tjónabíll og eini E34 M5 bíllinn á landinu sem hefur verið í eigu B&L og var reyndar fluttur inn og þjónustaður af B&L fram að sirka 90 þúsund km. Hann er algjörlega upprunalegur og þess hefur verið gætt að halda honum þannig. Það er búið að taka mjög margt í gegn á honum síðastliðinn vetur og er hann í toppstandi þó enn sé smávægilegt eftir.

Það sem þarf að laga. Afturrúðuhitarinn virkar ekki, álfelgurnar þurfa að fara í glerblástur (kostar sirka 40 þúsund), gírhnúðurinn er nokkuð slitinn og það er ein ryðskemmd á afturhurð. Ekki er hægt að læsa bílnum með lykli á farþega hurð (eitthvað bilað). Annað ekki.

Að keyra bílinn er vægast sagt spennandi. Þetta er rúmgóður MJÖG öflugur fimm manna bíll. Hann er með 25% driflæsingar að aftan og því mjög duglegur í snjó (betri en bæði A-Benz og Fiat sem ég hef verið á líka) og hann er eyðslugrannur miðað við 1800 kílóa bíl. Eyðslan er á bilinu 15-17 lítrar innanbæjar og 11 lítrar í langkeyrslu (þetta er ekki sparkeyrsla).

Það hafa alla tíð verið góðir eigendur að þessum bíl sem voru meðvitaðir um hvernig ber að umgangast svona tæki. Vélinni er aldrei snúið fyrr en hún hefur náð vinnsluhita og þess er gætt að hún snúist á hámarkssnúning að minnsta kosti vikulega, hann er því ennþá MJÖG lipur.

Verðið á þessum bílum hér heima er á bilinu 1500-1800 þúsund (miðað við 3.6 lítra vélina)og það á bílum í mjög misjöfnu ástandi. Óska ég eftir tilboðum í bílinn. Góður staðgreiðslu afsláttur fæst, en einnig skoða ég skipti á ódýrari.

Til að setja þennan bíl í samhengi við eitthvað sem menn þekkja þá er hann t.d. talsvert öflugri en Porsche 911 (964) og sneggri en samt næstum helmingi ódýrari. Þessi bíll hefur reynst framúrskarandi í rekstri og er með áreiðanlegustu bílum í þessu “kraftflokki” í dag.

Ég bið aðeins þá sem hafa áhuga og getu til að kaupa og keyra bílinn að hafa samband. Ég á nokkra tugi af myndum sem ég get sent í email.

Hér er svo stutt grein sem ég skrifaði um bílinn á huga.

http://www.hugi.is/bilar/greinar.php?grein_id=34344

Kveðja,
<img src="http://www.heimsnet.is/bm/bmw_hugi.jpg">

Bebecar