Sælir drengir,

Ég er að spá, er til eitthvað gott bón sem verður ekki hvítt þegar það þornar? Ég hef notað “gyllta” bónið frá Auto Glym sem er frábært bón, en hefur þann galla eins og mörg önnur að það eru alltaf hvítir blettir í rispum og smá holum eftir steinkast.

Þannig að mig vantar eitthvað gott bón (helst ekki vax) sem verður t.d. glært við þornun, eða jafnvel dökkt. Einusinni var til litabón sem var asskoti gott á “eldri” bíla, en nú er það ekki flutt inn lengur :(
Bíllinn mynn er dökkblár 1997 módel.

Með fyrirfram þökk,

BOSS<br><br>“Ég eyddi miklu af peningunum mínum í brennivín, gellur og hraðskreiða bíla.
Afgangnum eyddi ég í vitleysu.”
- George Best
There are only 10 types of people in the world: