Núna hef ég verið að keyra um bæinn síðastliðinn mánuð og hef þá tekið eftir þessum litlu kössum, fjórum á hvorri akrein í Ártúnsbrekkunni, Sæbrautinni og Kringlumýrarbrautinni við Nesti í Kópavogi. Eins og fólk veit flest þá eru þetta staðir þar sem að fólk keyrir gjarnan mjög hratt en aðstæður til að vera að mæla fyrir lögreglu án þess að vera sýnilegir eru ekki mjög góðar. Ég var því að spá hvort það væri verið að fara að setja upp einhvers konar hraðamyndavélar þarna, og ef ekki hvað þetta væri þá. Veit það einhver ?