Núna um daginn var ég að keyra, keyrði framhjá lögreglustöðinni og sá þar einn nýlegan Porsche Boxster S sem er mjög fagur bíll að öllu leyti, nema hvað að þessi var GULUR, mér blöskraði bara alveg þegar ég sá þennan bíl. Sumir þessir gömlu Porsche-ar eru ágætir gulir og Ferrari og Lamborghini Diablo eru mjög fallegir gulir en þessi bíll var bara nánast ljótur útaf litnum. Gat bara ekki skilið af hverju einhver maður spreðar u.þ.b. 6 milljónum í bíl og hefur hann svo gulan. Vildi bara koma þessu frá mér, finnst þetta svo fáránlegt.