Jæja. Ég var að kaupa mér bíl fyrir svona 1/2 mán síðan og er bara aðeins að dunda mér í honum. En í kvöld var ég aðeins að hækka í græjunum og svona (sem eru ekki kraftmiklar) og þegar það fór að hækka í þeim þá kemur alltaf þetta suð sem að allir kannast við. Málið hjá mér er það að ég er alveg að klikkast á þessu og finn ekki hvar það er. Svo fór ég útur bílnum og þá var þetta miklu hærra. Þetta er ekki nr-a platan. hvernig get ég losnað við þetta á auðveldan hátt. Mér datt í hug að þetta væru kannski eitthver samskeyti á brettinu á bílnum sem væri að víbra svona því að finnst mér koma svo sterklega til greina því að ég er búin að rífa allt úr bílnum (innrétingu) og enn heyrist þetta. Get ég sett eitthvað einangrunar hólf í kringum hátalarann eða eitthvað. Þá er ég að meina aftan á hátalaranum, í kringum segulinn, þannig að bassann leiði ekki út í brettið?
PLZ!! gefið mér eitthver ráð, eða er kannski bara best að henda honum í nesradíó og láta þá redda þessu?
