ég var að lesa mig til aðeins um citroén. þar rakst maður á skemmtilega punkta eins og árið 1914 var það citroén sem kom fyrst með bremsur á öllum 4um hjólum.
já, það voru nefnilega bara bremsur að aftan í gamladaga, fólk hélt að bílarnir mundu fjúka framfyrir sig. svo í dag eru 70% að framan og 30% að aftan.
citroén komu líka fyrstir með frammdrif (skamm skamm!!)
gömlu rollsarnir notuðu fjöðrunarbúnað úr citroén bílunum og ef ég las þetta rétt held ég að þeir hafi verið fyrstir bílaframleiðanda til að smíða varahluti og eiga það til á stock árið 1921.
hverjir vita um fleiri svona fróðleiksmola? hverjir voru fyrstir með hvað?