Sælir allir.

Ég var að vellta því fyrir mér núna um daginn með þessa Citroen bíla, eru þessir bílar svona rosalega hræðilegir?

Fyrir tæpum 2mur mánuðum keipti ég mér Citroen bx16 92´ í fínasta lagi á 70 þ. og í næstum því hvert skipti sem ég segi að ég hafi keipt þennan bíl fussa allir og sveija.En hingað til hefur mér bara litist ekkert nema vel á græjuna mína. :)

Þangað til um daginn…..bilaði ekki helvítis kúplingan og kostar um 50þ. að laga þetta helvíti…..næstum því jafn dýrt og bíllinn. Einmitt núna er ég farinn að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið ein af mínum stærstu mistökum að kaupa bílinn……en það er ekki eins og skóla strákur eins og ég hafi efni á að taka lán uppá 500þ. en ekki heldur að stana í endalausum viðgerðum.

Þannig að ég spir ykkur….ekki út á fordóma, helldur uppá ykkar hreinustu hreinskilni með viti og reinslu. Er þessi bíll þess virði?