Ég var að lesa greinina um radarvara og umræðurnar í framhaldi af henni. Ég fór síðan að grúska í lagasafni okkar íslendinga og viti menn. Ég fann þar ansi skemmtileg lög. Þeir sem muna eftir umræðunni ættu að skilja hvað ég er að fara með þessu.
Þetta eru tvær greinar í umferðarlögunum
36. gr.Ökuhraða skal jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumaður skal þannig miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar fram undan, sem hann sér yfir og áður en kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir
37. gr. Í þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst.
Utan þéttbýlis má ökuhraði ekki vera meiri en 80 km á klst., þó 90 km á klst. á vegum með bundnu slitlagi.
Ákveða má hærri hraðamörk á tilteknum vegum, þó eigi meira en 100 km á klst., ef aðstæður leyfa og æskilegt er til að greiða fyrir umferð, enda mæli veigamikil öryggissjónarmið eigi gegn því.
