Til sölu er Skoda Octavia Ambiente 2003 árgerð sem hefur reynst mér afar vel og er í frábæru ástandi. Ég keypti hann í október 2009 og vil selja hann núna vegna flutninga erlendis. Hann er keyrður í kringum 131.000 km og fór í gegnum skoðun í sumar án athugasemda. Einnig er nýbúið að skipta um gírkassa og kúplingu, en skipt var um tímareim í 103.000 km.
 
Undir bílnum eru fjögur nýleg sumardekk og meðfylgjandi í kaupunum eru fjögur nagladekk í mjög góðu ástandi. Síðan ég keypti hann hef ég langoftast farið með hann í umboðið til athugana og viðgerða. Bíllinn er sparneytinn, afar rúmgóður, og hefur nánast botnlaust skott. Samkvæmt skráningarskírteini eyðir bíllinn 7.1 L/100 km í blönduðum akstri en það er léttilega hægt að ná honum neðar (tala nú ekki um á langferðum).
 
Helstu atriði:
 
Tegund: Skoda Octavia Ambiente
Árgerð: 2003
Litur: Ljósgrár
Skipting: Beinskiptur
Vélarstærð: 1600cc, bensín
Akstur: 131.000 km
Afl hreyfils: 75 kW, 101 hö
Dyrafjöldi: 5
Drif: Framhjóladrif
Annað: Samlæsingar, aksturstölva
 
Verð: 800.000 kr. með nagladekkjunum
 
Hægt er að hafa samband við mig hér á bland.is, á netfangið halldorsmarason@gmail.com eða í s. 847-8417 (er erlendis). Umboðsmaður minn vegna kaupana er Páll Halldórsson í s. 691-9090.