Jæja, núna er ég loksins byrjaður að spá fyrir vissu að kaupa mér nýjan bíl. Síðustu vikur hef ég rúntað bílasölur að leita mér af bíl. Eins og venjulega fer maður að spá í hvernig bíl manni langar í. Og það er einmitt í þeim efnum sem ég vonast eftir að þú hugari góður getir hjálpað mér með.

Ég vill fá rúmgóðan bíl með þægindi í fyrirrúmi. Ég er nenfilega fullvaxta karlmaður og dugar engin fiat drusla undir mig. Síðan vil ég vera með ágætis kraft undir húddinu og er 2000 vél algjört lágmark. Síðan er það náttúrulega það sem skiptir mestu máli. Hve mikin pening er maður til í að henda í þetta. Þar sem ég ætla mér að kaupa mér líka íbúð í sumar þá er ég að spá í bíl undir 500þ markinu.

Þá lýtur dæmið svona út
Stærðar flokkur: Nokkuð stór bíll með þægilegum sætum
Vélarstærð: 2000 eða meira (helst meira)
Árgerð: Ekki eldri en svona '85
Eyðsla: best væri að fá bíl sem eyðir engu svakalegu vegna þess að ég keyri mikið á milli Kef og Rvk
Viðhald: Má vera svoldið viðhald (býst nú ekki við öðru af gömlum bíl)
Verð: ekki meira en 500þ

Ég hef verið að skoða bensa 190 eða 260 jafnvel svoldið líka verið að skoða bimma fimmur og sjöur, þeir eru bara oft sjúskaðir. Síðan langar mig líka mikið í Saab 9000 en lítið er til af þeim og eru þeir yfirleitt mjög sjúskaðir.

Ef þið hafið einhverja skoðun á þessu máli eða viljið benda mér á einhverja bíltegund sem maður hefur kannski litið framhjá, þá endilega svarið.