Hefur einhver hér einhverja reynslu af Peugeot 406 bílunum? Er að spá í að fá mér einn árgerð ´98, ekinn 80.000 km, með 1800 vél. Eru þetta góðir bílar, sem endast og bila lítið? Eru varahlutir dýrir og hvernig er þjónustan?
Ég veit það þýðir lítið að spyrja fyrri eiganda eða bílasalann. Þar sem að báðir aðilar segja bílinn alveg frábæran sama hvernig hann hefur reynst…